Nýlega fannst áður óþekkt tegund barrviðar í úrkomusömu og afskekktu fjallendi í Norður-Víetnam. Tegundin hefur hlotið latneska heitið Xanthocyparis vietnamensis. Hér er um að ræða fyrsta fund nýrrar barrtrjártegundar síðan Wollemifura (Wollemia nobilis) fannst í Ástralíu árið 1994 og þriðji fundur barrtrjártegundar í heiminum frá árinu 1948.

Nánasti ættingi hinnar nýju, víetnömsku tegundar virðist vera Alaskasýprisviður (Chamaecyparis nootkatensis) sem þekkt er hér á landi í ræktun. Reyndar hafa rannsóknir flokkunarfræðinga gefið til kynna að ástæða sé til að skilgreina nýja ættkvísl innan Þallarættar sem nái til beggja þessara tegunda. Samkvæmt þeirra skilningi vaxa tvær tegundir af þessari ættkvísl í heiminum; Xanthocyparis vietnamensis í Víetnam og X. nootkatensis meðfram Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku.

Nánari upplýsingar: sjá heimasíðu Royal Horticultural Society.