Frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2017 að Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Ljósmynd: Pétur Hall…
Frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2017 að Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2018 verður haldinn á Stracta Hótel, Hellu 31. ágúst - 2. september.

Gestgjafi aðalfundarins að þessu sinni er Skógræktarfélag Rangæinga.

Öllu skógræktarfólki um allt land er bent á að aðalfundur Skógræktarfélags Íslands er kjörinn vettvangur til að fylgjast með skógræktarstarfi í landinu, fræðast um það sem er að gerast í greininni, fræðilegt og verklegt, og sjá dæmi um ræktunarstarfið því vettvangsferðir eru stór þáttur í dagskrá aðalfundanna eins og sjá má í drögum að dagskrá hér fyrir neðan. Fulltrúar aðildarfélaga SÍ sem kjörnir hafa verið á aðalfundum félaganna til setu á aðalfundi móðurfélagsins hafa atkvæðisrétt en öllum er velkomið að skrá sig á aðalfund og taka þátt í því sem þar fer fram.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir föstudaginn 3. ágúst í síma 551-8150 eða á netfangið skog@skog.is

Drög að dagskráBoðskort

Athugið!
Fundargestir sjá sjálfir um gistingu. Fundargjald er kr. 7.000.
Nánari upplýsingar verða á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands www.skog.is - undir Fundir/Aðalfundur