Nýsköpun í lífhagkerfi Norðurlanda og norðurslóða

Norræna lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (Arctic Bioeconomy) verður til umfjöllunar á ráðstefnu sem haldin verður miðvikudaginn 25. júní á Hótel Selfossi. Um þessi mál verður fjallað frá margvíslegum sjónarhornum. Yfirskrift eins fyrirlestursins er Turning Wood into Food, að breyta trjáviði í mat.

Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni verður Dr. Andreas Hensel, forseti BfR (Federal Institute for Risk Assessment).
Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin. Ráðstefnugjald er 10.000 kr.  Hlekkur á skráningarformið er hér.

Hugtakið lífhagkerfi (e. bioeconomy) hefur verið notað til að ná yfir allar lífauðlindir, samspil þeirra og samhengi og áhrif þeirra á efnahagslega, umhverfislega og félagslega þætti. Rannsóknir á sviði lífhagkerfis ganga þannig þvert á atvinnugreinar og leitast við að hámarka ávinning auðlinda án þess að ganga á þær.

Nordtic-ráðstefnan er liður í NordBio áætlunni sem er eitt af forgangsverkefnum Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þrjú ráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunar-, umhverfis- og auðlinda- og mennta- og menningarmálaráðuneyti, hafa sameinast um framkvæmd NordBio-áætlunarinnar sem nær til þriggja ára. Fagleg umsjón ráðstefnunnar er hjá Matís. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Elsa Smáradóttir (sigrun@matis.is).

  • Nýsköpun í lífhagkerfi Norðurlanda og norðurslóða
    Dagskrá Nordtic-ráðstefnunnar á Selfossi 25. júní frá kl. 10.00-16.30

    09:15 Coffee and registration

    10:00 Opening the conference | Sigurður Ingi Jóhannsson, Minister of Fisheries and Agriculture

    10:15 No standard = no market | Dr. Andreas Hensel, President at BfR                

    11:00 Product development in the Arctic Bioeconomy | Sigrún Elsa Smáradóttir, Research group leader, Matís                        

    11:30 Industry success stories:
    ·         Janus Vang, Director, iNOVA and Leif Sörensen, Chef. Faroe Islands
    ·         Kim Lyberth, Inuili school, Greenland
    ·         Ingunn Jónsdóttir, Regional Manager at Matís and Valdís Magnúsdóttir, farmer and local food producer, Iceland  

    12:00 Lunch | Special taste of innovation

    13:30 Branding of Nordic food | Emil Bruun Blauert, CEO, Executive Advisor and Developer, WNEAT

    13:50 Microfeed: Turning wood into food | Clas Engström, Managing Director, SP Processum          

    14:10 Nutrition for the future - Possibilities of the Nordic areas? | Bryndís Eva Birgisdóttir, Associate professor, University of Iceland

    14:30 Coffee break            

    14:50 Food waste: Problem or growth opportunity? | Nils Kristian Afseth, Research Scientist, PhD, Nofima      

    15:10 Investing in algae - Ingredients for future food production | Olavur Gregersen, Managing Director, Syntesa Partners & Associates              

    15:30 Assessing and mitigating risk in the Nordic Bioeconomy | Guðmundur Halldórsson, Research Coordinator, Soil Conservation Service of Iceland

    15:45 Reflection panel | Nordic and Arctic bioeconomy in local & global perspective:
    ·         Julian Roberts – COMSEC
    ·         Prof. Dr. Eberhard Haunhorst , President  of Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety
    ·         Alda Agnes Gylfadóttir, Managing director, Einhamar Seafood
    ·         Sigurður Björnsson, Head of Research and Innovation, RANNÍS
    ·         Ásmundur Guðjónsson, Senior Adviser, Ministry of Fisheries Faroe Islands

    16:30 End of conference

    Conference facilitator: Guðrún Hafsteinsdóttir, Chairman of the Federation of Icelandic Industries