Betula pendula

Hæð: Miðlungs stórt tré, ætti að geta náð a.m.k. 20 m hérlendis

Vaxtarlag: Sæmilega beinvaxið með nokkuð breiða krónu og fær oftast slútandi greinar með aldrinum

Vaxtarhraði: Fremur hægur hjá norðlægum kvæmum

Landshluti:  Um land allt

Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveg og sumarhlýindi til að ná góðum vexti

Styrkleikar: Formfegurð, hvítur börkur, haustlitir

Veikleikar: Oft seinvaxið, vorkal hjá norðlægum kvæmum, oft mikil afföll í æsku, trjámaðkur

Athugasemdir: Leit að góðu hengibjarkarkvæmi fyrir Ísland hefur ekki verið mjög ítarleg og enn hefur ekkert mjög vel aðlagað kvæmi fundist. Leitin heldur þó áfram. Hengibjörk er eitt áhugaverðasta lauftré til frekari notkunar í skógrækt á Íslandi.