Larix occidentalis

Hæð: Mjög stórt tré, stórvaxnast lerkitegunda, en óvíst með hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með mjóa, reglulega krónu

Vaxtarhraði: Mikill í æsku

Landshluti: Í innsveitum

Sérkröfur: Ljóselsk tegund

Styrkleikar: Mjög beinvaxið, verðmætur viður

Veikleikar: Haustkal, nálasjúkdómar, barrviðaráta, lítil reynsla

Athugasemdir: Risalerki hefur svipaða aðlögun að veðurfari og evrópulerki, þ.e. vex yfirleitt of lengi fram eftir hausti, en er mun beinvaxnara þrátt fyrir það. Virðist þó vera viðkvæmt fyrir bæði nála- og átusjúkdómum hérlendis, sem evrópulerki er ekki