Heggur

Heggur

Heggur (eða heggviður, fræðiheiti: Prunus) er lauftré af rósaætt (Rosaceae) og er í raun ein tegund kirsuberjatrjáa . Af sömu ættkvísl eru ferskju-, plómu-, nektarínu-, apríkósu- og möndlutré. Um 430 tegundir tilheyra ættkvíslinni. Náttúrlegt vaxtarsvæði heggs er Norður- og Austur-Asía og Evrópa, en heggur vex til dæmis villtur um allan Noreg alveg upp í 1.250 m hæð. Villtur heggur vex í rökum og næringarríkum jarðvegi en hann þrífst vel í venjulegri garðmold. Elsti heggur á Íslandi er talinn vera sá sem stendur við Siggubæ í Hellisgötu Hafnarfirði. Sá var gróðursettur 1913.

Heggur 
Prunus
padus

Hæð: Allt að 10 m hérlendis
Vaxtarlag: Ein- til margstofna tré eða runni
Vaxtarhraði: Hraður í æsku en fer snemma að blómstra og þá dregur úr hæðarvexti
Hvaða landshluta: Um land allt
Sérkröfur: Þarf rakan og frjósaman jarðveg
Styrkleikar: Blóm
Veikleikar: Kal hjá suðlægum kvæmum, sjúkdómur sem kemur í veg fyrir eðlilegan þroska berja

Athugasemdir: Heggur er gamall í garðrækt hérlendis. Suðlæg kvæmi henta einkum á sunnanverðu landinu en kvæmi frá Norður-Noregi eru fullkomlega harðger.

 Heggur í blóma á Höfða á Völlum Héraði.

© Þröstur Eysteinsson