Beyki

Beyki

Beyki (áður einnig kallað bæki) (fræðiheiti: Fagus) er ættkvísl skammærra trjáa af beykiætt (Fagaceae) sem eiga heimkynni sín í tempraða beltinu í Evrópu og Norður-Ameríku. Tíu til þrettán tegundir tilheyra ættkvíslinni. Beykitré geta orðið allt að 35 m há. Þau eru með egglaga, heilrend laufblöð sem hafa lítið eitt bugðótta jaðra, blóm í hnoðum og eru með sléttan, gráleitan börk. Beykiviður er auðunninn og notaður m.a. í húsgögn o.fl. Beyki þrífst illa á Íslandi en hefur þó myndað fræ (2007) í garðinum Hellisgerði í Hafnarfirði. Þau tré voru þá um 80 ára gömul.

Beyki
Fagus sylvatica

Hæð: Óvíst hérlendis
Vaxtarlag: Einstofna tré með breiða krónu
Vaxtarhraði: Mjög hægur
Hvaða landshluta: Einkum á sunnanverðu landinu
Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg, gott skjól og langt sumar
Styrkleikar: Tignarlegt tré, viður
Veikleikar: Viðkvæmt fyrir næturfrostum á vaxtartímanum. Lítil reynsla af tegundinni

Athugasemdir: Nokkur gömul beykitré eru til í landinu, t.d. í Hellisgerði í Hafnarfirði, en reynsla er lítil síðari árin. Beyki þarf hlýtt og langt sumar til að ná nokkrum vexti að ráði, en líkt og eikin er það lífseigt og getur lifað lengi sem lítið tré eða runni.


Beyki er mjög blaðfalleg tegund. Þessi planta vex á Höfða á Völlum Héraði.

© Þröstur Eysteinsson