Aspartegundir

 

Ösp (fræðiheiti: Populus) er ættkvísl 25-35 tegunda lauftrjáa af víðiætt (Salicaceae) sem vaxa á norðurhveli jarðar. Aspir eru meðal mikilvægustu lauftrjáa á Norðurslóðum. Aspartegundir eru líka notaðar til timburframleiðslu, ekki síst sem iðnviður og orkuviður. Blæösp er eina tegundin af asparætt sem finnst villt á Íslandi. Heimkynni hennar eru Mið- og Norður-Evrópa og Asía. Erlendis getur blæösp orðið 10-25 m há, en er hæst 13 m á Íslandi. Þar sem er sauðfjárbeit vex blæöspin oftast sem runni upp af rótarskotum, einkum í móum og kjarrlendi. Villt hefur bllæöspin fundist á sex til sjö stöðum á landinu, fyrst í Garði Fnjóskadal 1905 og aftur 1991 í gili á mörkum Garðs og Ytra-Hóls, þá á Gestsstöðum Fáskrúðsfirði 1948, í Egilsstaðaskógi 1953, Jórvík Breiðdal 1953, Strönd Stöðvarfirði 1959 (og 1966) og loks á Höfða Vallahreppi 1993.

Aspartegundir

Alaskaösp
Populus balsamifera
ssp. trichocarpa

Hæð: Mjög stórt tré, mun ná a.m.k. 30 m hæð hérlendis
Vaxtarlag: Oftast beinvaxið tré, króna mjó til breið, misjöfn eftir klónum
Vaxtarhraði: Oftast mikill en hægurí rýru mólendi
Hvaða landshluta: Um land allt
Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf ferskan jarðvegsraka til að ná góðum vexti
Styrkleikar: Hraður vöxtur, gott frostþol og saltþol eftir klónum, gott vindþol, ilmur, viður
Veikleikar: Asparryð, misjafnt frostþol eftir klónum,

Athugasemdir: Alaskaösp er hraðvaxnasta trjátegund í íslenskri skógrækt og ein þeirra fjögurra tegunda sem mestar vonir eru bundnar við til timburframleiðslu. Kynbætur munu á komandi árum skila klónum sem eru betur aðlagaðir, ryðþolnari, beinvaxnari og framleiðslumeiri en hingað til hefur þekkst.

Alaskaösp á Höfða á Völlum Héraði, ónefndur klónn úr söfnunarleiðangri til Alaska 1985. 

© Þröstur Eysteinsson

Blæösp
Populus tremula

Hæð: Fremur smávaxið tré, a.m.k. 10 m hérlendis
Vaxtarlag: Oftast beinvaxið tré með fremur mjóa krónu
Vaxtarhraði: Mjög hægur
Hvaða landshluta: Um land allt
Sérkröfur: Rými til að breiða úr sér með rótarskotum
Styrkleikar: Lífseig, frostþolin, vindþolin, skuggþolin á ungaaldri
Veikleikar: Á til að verða skriðul í rýru landi og ef ekki eru tré fyrir á svæðinu

Athugasemdir: Blæösp er sjaldgæfust innlendra trjátegunda. Hún hefur aðeins fundist villt á sex eða sjö stöðum á landinu austanverðu, sem eru jafnframt vestustu náttúrlegu fundarstaðir tegundarinnar. Hún hentar ekki vel til garðræktar vegna mikilla rótarskota og hefur ekki reynst vinsæl til skógræktar vegna hægs vaxtar.   


Blæaspir í trjásafninu í Mörkinni
Hallormsstað mismikið komnar í
haustliti. Nær eru aspir frá Garði
Fnjóskadal, fjær aspir úr Egilsstaða-
skógi og fjærst aspir frá Gests-
stöðum Fáskrúðsfirði.

© Þröstur Eysteinsson

Blæasparbróðir
Populus tremula
x tremuloides

Hæð: Stórt tré, líklega 20 m hérlendis
Vaxtarlag: Beinvaxið tré með fremur mjóa krónu
Vaxtarhraði: Oftast mikill
Hvaða landshluta: Víða um land
Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg og rými til að breiða úr sér með rótarskotum
Styrkleikar: Lífseig, frostþolin, vindþolin, skuggþolin á ungaaldri
Veikleikar: Lítil reynsla

Athugasemdir: Þessi hraðvaxta blendingur blæaspar og amerískrar náfrænku hennar, nöturaspar, er talsvert notaður í skógrækt á stuttum lotum í Skandinavíu. A.m.k. einn klónn þessa blendings hefur reynst harðger og hraðvaxta hérlendis.

  Blæasparbróðir á Tumastöðum
Fljótshlíð.

© Þröstur Eysteinsson