Trjátegundir

Helstu trjátegundir í skógrækt á Íslandi

Fræðsluvefur um trjátegundir í skógrækt á Íslandi

Hér eru listar yfir helstu trjátegundir sem notaðar eru í skógrækt á Íslandi, annars vegar lauftré og hins vegar barrtré. Allar upplýsingar, lagfæringar, viðbætur og jafnvel ljósmyndir af viðkomandi trjátegundum í íslenskum skógum eða görðum eru vel þegnar. Slíkt má senda á netfangið petur@skogur.is

Á veraldarvefnum má víða finna mjög gagnlegar upplýsingar um trjátegundir. Nærtækt er að leita fyrst á íslenska Wikipedia-vefnum og á þeim enska en jafnframt má finna sérhæfðari síður með ítarlegri upplýsingum. Hér eru fáeinar sem vert er að nýta sér.

Almennt um tré

Tré eru stórar, fjölærar plöntur, oftast með einn áberandi stofn sem ber uppi greinar þeirra og laufskrúð. Ekki er alltaf augljóst hvað skuli flokka sem tré og hvað sem runna. Algengast er að flokka tegundir til trjáa sem náð geta sex metra hæð fullvaxnar en hér á Íslandi, þar sem þjóðin hefur vanist lágvöxnu birki, teljast tveggja metra birkiplöntur hiklaust til trjáa. Tré eru langlífar jurtir þótt tegundir trjáa geti orðið mjög misgamlar. Sumar geta orðið mörg þúsund ára gamlar. Einnig er misjafnt frá einni tegund til annarrar hversu háar þær geta orðið. Til eru trjátegundir sem náð geta meira en 100 metra hæð.

Nokkrum flokkum jurta tilheyra tegundir sem hafa þróað með sér stofn. Lauftré eru af fylkingu dulfrævinga en barrtré af fylktingu berfrævinga. Sumar jurtir mynda trjástofn sinn með laufinu, pálmatré, köngulpálmar og trjáburknar. Tré er að finna í um fimmtíu ættum jurta.