Þinur

Þinur (Abies-tegundir) er ekki mikið ræktaður hér á landi. Aðeins ein tegund vex vel hér en það er amerískur fjallaþinur (Abies lasiocarpa).

Helsti skaðvaldur á þini hérlendis er þináta.

Þinur Skaðvaldur, lífsferill og skaði Varnir gegn skaðvaldi

© Halldór Sverrisson

Þináta (Phacidium balsamicola) er átusjúkdómur sem hefur drepið einstök tré, flest lítil, á undanförnum árum. Þó eru dæmi um að stór tré hafi drepist. Barr verður dökkrautt á trjám þar sem átan hefur náð að eyðileggja börk á greinum eða stofni. Auðvelt er að sjá hvar börkurinn er skemmdur því þar er hann innfallinn og brúnn (sjá mynd). Vorfrost geta einnig verið orsök þess að barr verður rautt en þá er börkurinn eðlilegur.

Tjón: Hérlendis má ætla að sveppurinn finnist víðast hvar þar sem þinur er ræktaður. Yfirleitt skemmast aðeins stök tré.

Einu tiltæku varnaraðgerðirnar eru að fella sýkt tré

© Halldór Sverrisson

Í Danmörku og Noregi hefur annar átusveppur (Neonectria sp.) herjað á þintegundir. Þessi sveppur hefur ekki fundist hér á þini, en þar sem líklegt er að hann fylgi innfluttum jólatrjám skal gæta þess að þau komist ekki í snertingu við þin í görðum eða skógi. Sjáist rauðar vörtur á þini (sjá mynd) ætti strax að tilkynna það til Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá.

Einu tiltæku varnaraðgerðirnar eru að fella sýkt tré.