Reyniviður

Skaðvaldar á reynitrjám

Helstu skaðvaldar á reyniviði eru haustfeti og reyniáta.


Reyniviður Skaðvaldur, lífsferill og tjón Varnir gegn skaðvaldi
Haustfeti

© Oddur Sigurðsson

Haustfeti (Operophtera brumata) er mjög fjölhæfur í fæðuvali og lirfan étur blöð alls kyns lauftrjáa og runna og á það jafnvel til að fara á barrviði. Lirfan klekst úr eggi í byrjun sumars. Hún er fullvaxin í lok júní og púpar sig á jörðunni undir trjánum. Fiðrildin skríða úr púpu í vetrarbyrjun.

Tjón
: Haustfeti veldur verulegu tjóni með áti sínu, einkum í görðum og á skjólbeltum.
Haustfeta má verjast með úðun með skordýraeitri en einnig er hægt að úða runnana að vori með lífrænum olíum sem kæfa eggin.
Reyniáta

© Halldór Sverrisson

Reyniáta (Cytospora rubescens) er átusjúkdómur sem algengur er um allt land, en þó meira áberandi við ströndina en í innsveitum. Einkennin eru þau að börkur á greinum dökknar og fellur inn og síðar myndast í honum flöskulaga gróhirslur, sem þó eru huldar berkinum að mestu. Gróin spýtast út í rauðum massa. Algengt er að sveppurinn vaxi í langan tíma án þess að mynda gróhirslur eða gró. Stundum virðist hann liggja í dvala í berkinum og byrjar þá fyrst að vaxa þegar greinin særist eða hana kelur.

Tjón
: Reyniáta veldur verulegum skemmdum á reyniviði, einkum í strandhéruðum.
Viðkomandi ræktendum í leit að lækningu og vörnum er bent á þá Guðmund Halldórsson skordýrafræðing og Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðing hjá Skógrækt ríkisins