Ösp

Skaðvaldar á aspartegundum

Helsti skaðvaldur á ösp er asparryð en á undanförnum árum hefur einnig borið á því að asparglyttan valdi tjóni, einkum á blæösp.


Ösp Skaðvaldur, lífsferill og tjón Varnir gegn skaðvaldi
Asparryðsveppurinn

© Halldór Sverrisson

Asparryðsveppurinn (Melampsora larici-populina) myndar gula eða rauðgula ryðbletti neðan á blöðum alaskaaspar. Þar myndast ryðgró sem dreifa sjúkdómnum enn frekar. Á veturna lifir sveppurinn í föllnum asparlaufum. Frá þeim berst smitið yfir á lerkinálar þegar það laufgast og svo aftur á öspina.

Tjón: Skaðsemi sveppsins er mest þar sem ösp og lerki eru ræktuð hlið við hlið. Hingað til hefur asparryð valdið mestum skaða á Suðurlandi, enda er þar úrkomusamt og hlýtt, en þær aðstæður henta ryðsveppum vel.
Verulegur munur er á þoli asparklóna gegn þessari sýkingu.Helstu varnaraðgerðir felast í því að velja asparklóna sem verjast sveppnum vel, t.d. Sæland, og að forðast

© Edda S. Oddsdóttir


Asparglytta (Phratora vitellinae) finnst enn sem komið er einkum á höfuðborgarsvæðinu. Asparglyttan liggur í dvala sem fullorðið dýr og á vorin leggst bjallan einkum á brum og étur gjarnan öll ný laufblöð. Um mitt sumar koma lirfurnar fram og halda áfram að éta laufblöðin. Síðsumars kemur svo fram ný kynslóð af fullorðnum bjöllum sem naga laufblöð og börk yngsta hluta sprotanna fram í október en þá leggst bjallan í dvala yfir veturinn.

Tjón: Asparglyttan veldur töluverðu tjóni á ösp en einkum virðist blæösp vera viðkvæm fyrir asparglyttunni.