Lerki

Skaðvaldar á lerkitrjám

Helstu skaðvaldar á lerki eru lerkibarrfellir, lerkiáta og barrviðaráta.
Skaðlegastar eru átusýkingarnar.


Lerki Skaðvaldur, lífsferill og skaði Varnir gegn skaðvaldi
Lerkibarrfellisveppur

© Halldór Sverrisson

Lerkibarrfellisveppur (Meria laricis) þrífst á ýmsum lerkitegundum. Sveppurinn fer inn um loftaugu nálarinnar og vex síðan inni í henni. Fyrstu einkennin eru að framendi nálarinnar visnar og verður brúnn, en skemmdirnar færast síðan inn eftir nálinni.

Tjón
: Lerkibarrfellisveppur veldur mestum skaða í uppeldi en einnig hefur hann drepið tré, einkum síberíukvæmi, en evrópulerki virðist sleppa að mestu.
Í uppeldi þarf að fylgjast vel með þessum svepp og úða ef þarf. Í skógrækt er eina ráðið að forðast þau lerkikvæmi sem eru viðkvæmust fyrir sveppnum.
Lerkiáta

© Halldór Sverrisson

Lerkiáta (Lachnellula willkommii) smitast gegnum sár á lerkiberki. Sveppurinn veldur skemmdum á leiðsluvefjum. Fyrstu einkennin eru að greinar og jafnvel heil tré fölna og drepast. Sveppaldin lerkiátu eru skál- eða skífulaga, rauðgul með hvítu kögri í kring, 1-6 mm í þvermál.

Tjón:
Lerkiáta er um land allt en skaðsemi hennar er mest þar sem vetur eru mildir. Það er einkum síberíukvæmin sem verða hart úti.
Besta ráðið til að verjast þessum sjúkdómi er að forðast þau lerkikvæmi sem eru viðkvæmust fyrir sveppnum.
Barrviðaráta

© Halldór Sverrisson

Barrviðaráta (Phacidium coniferarum) leggst á margar tegundir barrviða. Einkenni eru þau að einstakar greinar, eða árssproti, visna um mitt sumar. Í slæmum tilvikum deyr allt tréð.

Tjón
: Lerki fer verst út úr þessum sjúkdómi í köldum sumrum og eru lerkikvæmi frá Síberíu yfirleitt viðkvæmust.
Varast ber að særa trén þegar þau eru komin í dvala, þ.e.a.s. á haustin og fyrri hluta vetrar. Besta ráðið til að verjast þessum sjúkdómi er að forðast þau lerkikvæmi sem eru viðkvæmust fyrir sveppnum