Fura

Skaðvaldar á furu

Helstu skaðvaldar á furu eru furulús og furubikar og er furubikarinn skaðlegastur.


Fura Skaðvaldur, lífsferill og skaði Varnir gegn skaðvaldi
Furulús

© Guðmundur Halldórsson

Furulús (Pineus pini) situr á berki trjáa og myndar um sig ljósa vaxullarhnoðra. Hún tímgast með kynlausri æxlun. Afkvæmin klekjast úr eggi á vorin. Að klaki loknu skríða þau út á nýju sprotana.

Tjón: Furulús er skæðust á skógarfuru, fjallafuru og bergfuru. Hún fer ekki á lindifuru og broddfuru. Lúsin myndar hvíta ullarhnoðra á berki trjáa. Tré sem verða undirlögð af lús veslast yfirleitt upp og drepast.
Erfitt er að verjast furulús með hefðbundnum eiturefnum, helst er að reyna að kæfa dýrin með því að úða á trén með þar til gerðum lífrænum olíum.
Furubikar

© Halldór Sverrisson

Furubikar (Gremmeniella abietina) er sveppur sem veldur sýkingum á ýmsum furutegundum. Hann kemst inn í tréð um sár á berki og vex síðan eftir berkinum, drepur hann og síðan greinina eða jafnvel allt tréð.

Tjón: Furubikar veldur verulegum skemmdum á bergfuru og broddfuru, einkum um vestanvert landið, en stafafura skemmist sjaldan af hans völdum.
Einu varnaraðgerðirnar eru að fella sýkt tré.