Hvers vegna útikennsla?

Hvers vegna útikennsla?

Það er almennt álit kennara að áhrif útikennslu á jaðarhópa nemenda með sérþarfir séu gríðarlega góð. Þar fá allir nemendur mætt sínum þörfum með áherslu á upplifun, framkvæmdagleði og hreyfingu. Í því ljósi er enn mikilvægara en áður að færa kennslu allra skólastiga meira út og jafnframt gera kennara öruggari í sínu starfi með vissu um að fylgja markmiðum til menntunnar sem meðal annars koma fram í aðalnámsskrá. Miðlægur gagnagrunnur með verkefnum á sviði náttúrulæsis getur komið til móts við þarfir aðila í ferðaþjónustu, landvörslu, skógrækt og landbúnaði ekki síður en skólasamfélagið. Almennar upplýsingar og kennslugögn um nálgun við náttúruna og sjálfbærni munu verða dýrmætar þegar horft er til framtíðar.