Ritstjórar

Ritstjórar verkefnabankans

Verkefnin í bankanum koma frá grunnskólakennurum, leiðbeinendum og öðru starfsfólki þróunarskólanna sem hafa tekið þátt í verkefninu Lesið í skóginn með skólum á síðustu tíu árum. Ritstjórar verkefnabankans eru hins vegar þrír kennarar.

lisÁsa Erlingsdóttir og Margrét Lára Eðvarðsdóttir eru menntaðir garðyrkjufræðingar frá Garðyrkjuskóla ríkisins; Ása af Blómaskreytingabraut og Margrét af Garðplöntubraut. Þær eru einnig menntaðir grunnskólakennarar af náttúrfræðibraut, með áherslu á útikennslu, smíðar og myndmennt. Vinnuna við verkefnabankann hófu þær með lokaverkefni sínu við Kennaraháskóla Íslands, Lesið í skóginn - skólaverkefni. Kennslufræði og hugmyndir fyrir grunnskóla. Þá hafa þær sótt námskeið erlendis hjá Joseph Cornell í kennsluaðferðum hans í útikennslu. Í framhaldi af því hafa þær haldið námskeið fyrir kennara og skóla á Íslandi, í samstarfi við bæði Lesið í skóginn og Náttúruskóla Reykjavíkur. Þær hafa verið starfandi við grunnskóla frá árinu 2004 og hafa reynslu af starfi í leikskólum og með unglingum, auk garðyrkju fjölda ára þar á undan.
 
Olafur_Oddsson_Ólafur Oddsson er verkefnastjóri Lesið í skóginn í Reykjavík á vegum Menntasviðs Reykjavíkurborgar og Skógræktar ríkisins, ásamt því að hafa verið frumkvöðull verkefnisins. Sem verkefnisstjóri hefur hann aðstoðað skóla við að eignast grenndarskóga, skipuleggja fræðslu fyrir starfsfólk og tekið þátt í ýmiss konar þróunarstarfi í samvinnu við einstaka skóla. Hann hefur verið ötull talsmaður verkefnabankans frá upphafi vinnu við hann árið 2007. Hann hefur síðan unnið að þróun námsefnis auk námskeiðshalds og almennu utanumhaldi verkefnisins.


Frá ritstjórum:

Það gleður okkur, ritstjóra verkefnabankans, ósegjanlega að þessi hugmynd um heildarsafn sé loksins orðin að veruleika. Þökkum við Skógrækt ríkisins og Þróunarsjóði námsgagna sérstaklega fyrir samstarfið.