Viltu taka þátt?

Viltu taka þátt?

Starfar þú innan skóla og hefur áhuga á útinámi?
Viltu vita hvort að þinn skóli getur fengið aðgang að grenndarskógi?
Viltu vita hvað Lesið í skóginn verkefnið getur gert fyrir skólann þinn?

Þú getur óskað eftir kynningu frá verkefnisstjóra Lesið í skóginn í þínum skóla. 

Samstarfsferlið er gjarnan með eftirfarandi hætti:

  1. Frumkynning og spjall þar sem farið yfir þá möguleika sem eru í stöðunni.
  2. Kannað hvort hentugur grenndarskógur sé í nágrenni skólans eða önnur nýtanleg útinámssvæði.
  3. Kynning fyrir alla starfsmenn skólans.
  4. Stöðvanámskeið fyrir starfsmenn skólans í grenndarskógi.
  5. Undirritun grenndarskógarsamnings sem felur í sér formlegt samstarf við Lesið í skóginn. [Skoða dæmi um samning]