Formlegt samstarf

Formlegt samstarf

Lesið fyrst liðinn Viltu taka þátt?


Eftir undirritun grenndarskógarsamnings á milli skóla og Lesið í skóginn tekur við framkvæmdatímabil sem gerir kröfur um formlegar boðleiðir og samskipti. Samstarfsaðilar tilnefna fulltrúa sem sjá um að framfylgja samningnum. Gott er að skólinn tilnefni umsjónaraðila vegna útinámsins og grenndarskógarins. Sá aðili sér um allt sem lýtur að grenndarskóginum og samræmir aðgerðir, vinnu og skipulag skógarins. Hann sér um samskiptin við samstarfsaðila utan skólans.

Oft koma upp mál sem tengjast nýtingu skógarins, t.d. hvar eigi eða megi leggja stíga, koma upp rjóðrum og byggja upp aðstöðu. Oft fer vel saman vinna þeirra sem sjá um skóginn og þarfir skólans varðandi efni og aðra nýtingu. Stundum er þessi aðstaða til staðar og hægt að nýta svæði til útináms þar sem þau eru þegar opin almenningi.

Í Reykjvík er Lesið í skóginn tengt Menntasviði Reykjavíkurborgar og það tengir síðan saman Umhverfissvið og skólana. Í minni sveitarfélögum nægir e.t.v. að hafa tvíhliða samning á milli skólans og eigenda skógarins sem getur verið sveitarfélag, skógræktarfélag, Skógrækt ríkisins, kvenfélag, ungmennafélag eða einstaklingur. Aðalatriðið er að skólinn hafi aðgang að fagaðila í skógrækt eða garðyrkju sem leiðbeint getur varðandi vinnu í grenndarskóginum.