Lesið í skóginn með skólum

Lesið í skóginn með skólum

Samstarf við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands

Samstarf Lesið í skóginn verkefnisins við Menntasviðs og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands (áður Kennaraháskóla Íslands) var formgert 2003 og endurnýjað í apríl 2010. Megin áherslan hefur verið frá upphafi á stuðning og fræðslu fyrir starfandi grunnskólakennara og grunnskólanema við HÍ. Á Lesið í skóginn námskeiðum sem sett eru upp fyrir einstaka skóla er gert ráð fyrir því að allt starfsfólk skólans taki þátt. Þar sem námskeiðin í HÍ (KHÍ) hafa verið haldin sem 5 eininga valnámskeið á Menntavísindasviði hafa nemendur af öðrum brautum en grunnskólakennarbraut, s.s. leikskóla-, þroskaþjálfa- og tómstundabraut einnig nýtt sér þau. Nemendur hafa komið víða af landinu og það er fyrst og fremst í gegnum þá nemendur sem áherslur Lesið í skóginn hafa verið teknar upp í einstökum skólum. Grenndarskógur Háskóla Íslands er í Öskjuhlíð.

Lesið í skóginn á landsbyggðinni

Þróunarverkefnið sem fram fór í samstarfi við 7 skóla á landsbyggðinni á árunum 2004-2006 átti að stuðla að því að stigin yrðu ný skref í áherslum Lesið í skóginn þar sem tekið var mið af þeirri reynslu sem Reykjavíkurverkefnið skilaði. Þar var unnið skipulegar en áður, m.a. gerðar kröfur um nánari tengsl við stjórnendur skólanna og innra skipulag og að reynslu væri safnað saman með skilvirkari hætti en áður, þar sem eitt af markmiðunum var að koma reynslunni til annarra með leiðbeiningum og nemaverkefnum í einstökum fögum í veftæku form. Skólarnir voru Andakílsskóli, Kleppjárnsreykjaskóli og Varmalandsskóli í Borgarfirði, Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit, Hallormsstaðaskóli á Héraði, Flúðaskóli og Laugarnesskóli í Reykjavík.1 Gerður var samstarfssamningur við hvern skóla og málum fylgt eftir með fræðslu, netsamskipum, heimsóknum og fundum. 


1Sjá úttektarskýrslu Þuríðar Jóhannsdóttur hjá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands og matsskýrslu Stefáns Bergmann og Bjarna Þórs Kristjánssonar.