Lesið í skóginn - tálgað í tré

Lesið í skóginn - tálgað í tré

Á grunnnámskeiðinu lærir þú að lesa í margbreytileg form trjánna og velja efni til ólíkra nota. Þú vinnur með ferskan við með hníf og exi, lærir að brýna og hirða bitverkfæri. Þú lærir tækni sem er örugg, létt og afkastamikil. Fjallað er um einkenni og eiginleika íslenskra viðartegunda og undirstöðuatriði viðarfræði, skógarvistfræði og skógarhirðu. Þú kynnist
íslenskri skógræktarsögu og skógarmenningu.  Fjallað er um ýmsar þurrkunaraðferðir og geymslu viðar. Gerðir eru nokkrir nytjahlutir eða gripir og bent á ýmsa aðra nýtingarmöguleika.