Hlekkir

Hlekkir

Hér má finna nokkra vefi hjá nágrannaþjóðum okkar sem nýta má í skólastarfi. Norðurlöndin hafa um árabil haft samráð og fundað um einstaka þætti í skógartengdu útinámi, miðlað hugmyndum og reynslu á fundum og ráðstefnum. Þangað hefur Lesið í skóginn sótt hugmyndir og stuðning í gegnum tíðina.

Vefirnir eiga það sameiginlegt að eiga öfluga bakhjalla sem tengjast bæði atvinnulífi og menntun. Þar má finna upplýsingar um viðburði, verkefni, rannsóknir, fræðigreinar og lýsingar á því sem einstakir skólar eru að gera. Þeir taka að sjálfsögðu mið af stöðu skógarnytja og menningu í sínu landi og staðfestir hversu skógarauðlindin er talin verðmæt fyrir atvinnulíf, menningu og náttúru.