Samningur

Samningur um grenndarskóg

Samningur um grenndarskóg gefur viðkomandi skóla formlegri aðgang að tilteknu skógarsvæði og ákveðið rými til að taka ákvarðanir um nýtingu hans og tengingu við allar námsgreinar og skólastig. Í samningnum eru að jafnaði ákvæði um hvers konar mál þarf að leita samþykkis landeigenda með en það geta verið atriði er varðar uppbyggingu á aðstöðu og aðgerðir sem tengjast fellingu trjáa, svo dæmi séu tekin.

Skólarnir hafa eðlilega notað grenndarskógana með mismunandi hætti. Ekki hafa verið gerðar beinar kröfur af hálfu Lesið í skóginn um hvernig skógurinn er nýttur í skólastarfi á annan hátt en með fræðslu og ráðgjöf. Þróun útinámsins einkennist af nokkurs konar grasrótarstarfi einstakra starfsmanna skólanna sem mestan áhuga hafa á skógartengdu útinámi. Sjálfstæði skólanna hefur ýtt undir fjölbreyttar og nýjar útfærslur sem skapa dýrmæta þekkingu og reynslu sem nýtist öðrum skólum með tímanum.