Hverfisskógur

Grenndarskógur er hverfisskógur

Í öllum tilfellum eru grenndarskógarnir opnir almenningi og íbúum hverfisins til afnota.

Gert er ráð fyrir þvi að með tímanum verði grenndarskógarnir nokkurs konar hverfisskógar í borgum og bæjum þar sem þannig háttar til. Þar komi fólk saman á góðviðrisdögum og nýtur útivistar í fögru umhverfi og í skjóli frá hávaða, vindi og ýmiss konar áreiti.

Lesið í skóginn stuðlar að samstarfi innan hverfa og í grenndarsamfélagi til að skógarnytjarnar hafi sem víðtækust áhrif og vonandi árangursríkust til framtíðar. Foreldrafélög skólanna, klúbbar ýmiss konar og aðrir hafa komið að vinnu í grenndarskógunum, t.d. við stígagerð, umhirðu og við uppbyggingu á aðstöðu. Auk þess hafa börn í vinnuskólum tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum að sumarlagi og tengjast þá grenndarskóginum með nýjum hætti. Þar sem skógurinn er í fullum skrúða á þeim árstíma verða þau að deila honum, m.a. með skordýrum og fuglum.