Mynd: Marie Thielke, https://www.flickr.com/photos/emme-dk/.

Jólatré hafa verið ræktuð á Íslandi frá því laust fyrir miðja 20. öld. Ræktunin hefur að mestu farið fram á skógræktarsvæðum og í birkiskógum eða birkikjarri. Framleiðsla jólatrjáa á ökrum hefur lítið verið stunduð hérlendis og því er lítil staðbundin þekking til á þessu sviði. Í útlöndum er algengt að jólatré séu ræktuð á frjósömum ökrum og jólatrjáaræktun er stunduð sem sjálfstæð búgrein með markvissa og umfangsmikla framleiðslu.

Óvíst er hvernig þessi búgrein á eftir að þróast hér á landi, hvort hún verður aðallega blönduð annarri skógrækt, til dæmis með ræktun undir skermi eldri trjáa eða hvort akurræktun á eftir að vaxa fiskur um hrygg. Hvort sem verður þarf ávallt að sinna væntanlegum jólatrjám meira og minna allt árið og á þessari síðu má finna leiðbeiningar um þau störf sem vinna þarf á mismunandi árstímum

Á þessari síðu eru gefnar leiðbeiningar um þau verk sem gott er að vinna í tilteknum mánuðum ársins.

Dagatal jólatrjáabóndans

Mars

Áætlun fyrir komandi ár (dæmi)

Í mars er mjög gott að staldra við og skipuleggja starfið fram að jólum. Ef til vill liggur nú þegar fyrir hversu mikið verður pantað af trjáplöntum til gróðursetningar og þá má fara að setja niður fyrir sér hvar skuli gróðursett, hvaða tegundir hvar o.s.frv. Einnig er gott að skipuleggja umhirðu eldri trjáa og áætla umfang þeirra verka sem vinna þarf.

1. Gróðursetning (vor eða haust)

 • Reitur / svæði
 • Fjöldi
 • Tegundir og kvæmi
 • Panta tímanlega

2. Eftirlit með eldri plöntum

 • Formklippa - mars, apríl, maí
 • Klippa legginn (að neðan) - mars, apríl, maí
 • Laga toppa - júlí
 • Áburðargjöf - apríl, maí
 • Illgresiseitrun eða slá gras - júní, júlí og ágúst (eftir þörfum)
 • Eftirlit með skordýrum - stöðugt fylgjast með, sérstaklega á vaxtartímanum

3. Velja tré fyrir jólin

 • Flokka og merkja tré sem eru söluhæf - ágúst, september.
 • Eru til runnar eða tré með greinar sem henta sem skrautgreinar?

4. Tímaskráning

 • Búa til einfalt skráningarkerfi það sem skráður er tíminn sem fer í jólatrjáastúss. Til dæmis:
Dagsetning Verkefni                  
Klst. ca
Senda grein