Fura

Flokkunarkerfi fyrir íslensk jólatré - fura

Unnið út frá evrópskum staðli frá Christmas Tree Grower Council Europe.

Trén eru flokkuð í tvo flokka:

 • A-flokkur (úrvals)
 • B-flokkur (þokkalegt)

Tré sem ekki falla undir þessa tvo flokka falla undir greinar og skreytingaefni.

A-flokkur fyrir furu

Hæð

Mælist frá stofnenda - leggurinn nær þangað upp sem grein frá efsta greinakransi nær (Mynd 1). Stærðarflokkar með 25 cm millibili, nema á minnstu trjánum og trjám stærri en 200 cm.

Mynd 1. Hæðarmæling á jólatré Greinalaus leggur um 20 cm..

Hæðargreining:

 • 70/100 cm
 • 100/125 cm
 • 125/150 cm
 • 150/175 cm
 • 175/200 cm
 • 200/250 cm
 • 250/300 cm

Leggur

Greinalaus u.þ.b. 20 cm (Mynd 1).

Litur

 • Tréð á að vera frísklegt, heilbrigt og hafa einsleitan lit, sem einkennir viðkomandi tegund.
 • Allt að 5% nála trésins mega vera rauðar.

Form

 • Breidd trésins á að vera 60-75% af hæð í hlutfalli hæðar og breiddar.
 • Tréð þarf að vera samhverft og greinarnar jafn dreifðar í kringum stofninn.
 • Hver greinakrans á að vera með að minnstu kosti fjórar greinar af svipaðri lengd.
 • Tréð á að vera með að lágmarki 4 heilbrigða nálaárganga.
 • Stofn trésins þarf að vera beinn með einn topp af sæmilegri lengd.

Mynd 2. Þétt, samhverft tré með jafnri dreifingu greina.

Þéttleiki

 • Greinakransar eiga að vera jafnt dreifðir á trénu (Mynd 2). Bil á milli greinakransa má ekki vera meira en 45 cm.
 • Tré milli 100 og 150 cm á að hafa a.m.k. 4 greinakransa.
 • Tré milli 150 og 200 cm á að hafa a.m.k. 5 greinakransa.
 • Tré milli 200 og 300 cm á að hafa a.m.k. 6 greinakransa.


Skemmdir

Á tré má vera að hámarki einn minniháttar galli ef það skemmir ekki heildarútlitið og tréð er frísklegt, heilbrigt og með góðan lit.

 • Það mega ekki vera dauðar eða brotnar greinar.
 • Það má ekki vera gras, mosi, mold eða skemmdur börkur.
 • Barrið á að vera jafnt dreift og full þroskað.
 • Barrið má ekki bera merki eftir skordýr.
 • Formun og klipping á söluári skilgreinist sem galli.
 • Tréð má ekki liggja úti á foldinni meira en 15 daga eftir högg.B-flokkur fyrir furu

Hæð

Tré í B-flokki er flokkað með 50 cm millibili.

 • 100-150 cm
 • 150-200 cm
 • 200-250 cm

Litur

 • Tré sem er mislitt eða breytilegt á litinn vegna streitu, veikinda, næringarskorts, veðurfarsáhrifa eða annars.
 • Allt að 5% nála trésins mega vera rauð.

Form

 • Breidd trésins er minni en 60% eða meira en 85% í hlutfalli hæðar og breiddar.
 • Tré þar sem stofninn er ekki í miðju trésins.
 • Tré með stuttan, beygðan eða á annan hátt gallaðan topp.
 • Tréð er ekki samhverft og greinarnar ekki jafndreifðar í kringum stofninn.

Þéttleiki

 • Tré milli 100 og 150 cm hefur bara 3 greinakransa.
 • Tré milli 150 og 200 cm hefur bara 4 greinakransa.
 • Tré milli 200 og 300 cm hefur bara 5 greinakransa.

Skemmdir

Auk framangreindra galla mega tré hafa svipaða galla eins og tré í A-flokki en þau verða að líta sæmilega út.

 • Ekki mega vera dauðar eða brotnar greinar.
 • Ekki má vera gras, mosi, mold eða skemmdur börkur.
 • Barrið á að vera jafnt dreift og full þroskað.
 • Barrið má ekki bera merki eftir skordýr.
 • Formun og klipping á söluári skilgreinist sem galli.
 • Tréð má ekki liggja úti á foldinni lengur en 15 daga eftir högg.
Senda grein

Fura

Fura

Flokkunarkerfi fyrir íslensk jólatré - fura

Trén eru flokkuð í tvo flokka:

 • A-flokkur (úrvals)
 • B-flokkur (þokkalegt)

Tré sem ekki falla undir þessa tvo flokka falla undir greinar og skreytingaefni.

A-flokkur fyrir furu

Hæð

Mælist frá stofnenda - leggurinn nær þangað upp sem grein frá efsta greinakransi nær (Mynd 1). Stærðarflokkar með 25 cm millibili, nema á minnstu trjánum og trjám stærri en 200 cm.

Mynd 1. Hæðarmæling á jólatré Greinalaus leggur um 20 cm..

Hæðargreining:

 • 70/100 cm
 • 100/125 cm
 • 125/150 cm
 • 150/175 cm
 • 175/200 cm
 • 200/250 cm
 • 250/300 cm

Leggur

Greinalaus u.þ.b. 20 cm (Mynd 1).

Litur

 • Tréð á að vera frísklegt, heilbrigt og hafa einsleitan lit, sem einkennir viðkomandi tegund.
 • Allt að 5% nála trésins mega vera rauðar.

Form

 • Breidd trésins á að vera 60-75% af hæð í hlutfalli hæðar og breiddar.
 • Tréð þarf að vera samhverft og greinarnar jafn dreifðar í kringum stofninn.
 • Hver greinakrans á að vera með að minnstu kosti fjórar greinar af svipaðri lengd.
 • Tréð á að vera með að lágmarki 4 heilbrigða nálaárganga.
 • Stofn trésins þarf að vera beinn með einn topp af sæmilegri lengd.

Mynd 2. Þétt, samhverft tré með jafnri dreifingu greina.

Þéttleiki

 • Greinakransar eiga að vera jafnt dreifðir á trénu (Mynd 2). Bil á milli greinakransa má ekki vera meira en 45 cm.
 • Tré milli 100 og 150 cm á að hafa a.m.k. 4 greinakransa.
 • Tré milli 150 og 200 cm á að hafa a.m.k. 5 greinakransa.
 • Tré milli 200 og 300 cm á að hafa a.m.k. 6 greinakransa.


Skemmdir

Á tré má vera að hámarki einn minniháttar galli ef það skemmir ekki heildarútlitið og tréð er frísklegt, heilbrigt og með góðan lit.

 • Það mega ekki vera dauðar eða brotnar greinar.
 • Það má ekki vera gras, mosi, mold eða skemmdur börkur.
 • Barrið á að vera jafnt dreift og full þroskað.
 • Barrið má ekki bera merki eftir skordýr.
 • Formun og klipping á söluári skilgreinist sem galli.
 • Tréð má ekki liggja úti á foldinni meira en 15 daga eftir högg.B-flokkur fyrir furu

Hæð

Tré í B-flokki er flokkað með 50 cm millibili.

 • 100-150 cm
 • 150-200 cm
 • 200-250 cm

Litur

 • Tré sem er mislitt eða breytilegt á litinn vegna streitu, veikinda, næringarskorts, veðurfarsáhrifa eða annars.
 • Allt að 5% nála trésins mega vera rauð.

Form

 • Breidd trésins er minni en 60% eða meira en 85% í hlutfalli hæðar og breiddar.
 • Tré þar sem stofninn er ekki í miðju trésins.
 • Tré með stuttan, beygðan eða á annan hátt gallaðan topp.
 • Tréð er ekki samhverft og greinarnar ekki jafndreifðar í kringum stofninn.

Þéttleiki

 • Tré milli 100 og 150 cm hefur bara 3 greinakransa.
 • Tré milli 150 og 200 cm hefur bara 4 greinakransa.
 • Tré milli 200 og 300 cm hefur bara 5 greinakransa.

Skemmdir

Auk framangreindra galla mega tré hafa svipaða galla eins og tré í A-flokki en þau verða að líta sæmilega út.

 • Ekki mega vera dauðar eða brotnar greinar.
 • Ekki má vera gras, mosi, mold eða skemmdur börkur.
 • Barrið á að vera jafnt dreift og full þroskað.
 • Barrið má ekki bera merki eftir skordýr.
 • Formun og klipping á söluári skilgreinist sem galli.
 • Tréð má ekki liggja úti á foldinni lengur en 15 daga eftir högg.