Útgáfa og fræðsla

Útgáfa

Skógræktin hefur gefið út ýmiss konar fræðslu- og fræðiefni. Má nefna veg­legt Ársrit Skógræktarinnar sem stofnunin gefur út, Mógilsárfréttir, leiðbeiningar um skipulags­mál, sveppahandbók o.fl. Hér er einnig að finna ársskýrslur skógarvarða um allt land, frá upphafi.

Lesið í skóginn

Í allnokkur ár hefur Skógræktin staðið að þróunarverkefninu Lesið í skóginn. Þar er áhersla lögð á að læra um skóginn, skoða hann og kynnast fjölbreyttum hliðum hans. Hugað er að ýmsum tækifærum til nytja og upplifun­ar í skólastarfi og fyrir almenning. Verkefnið skiptist í tvo hluta: Annars vegar er um að ræða námskeiðin Lesið í skóginn - tálgað í tré sem eru almenn nám­skeið um samþætt verkefni í ferskum skógarnytjum, skógarhirðu og tálgu­tækni. Hins vegar Lesið í skóginn með skólum sem miðar að því að þróa verk­efni í samþættu útinámi sem tengjast öllum námsgreinum í skólastarfi.

Skaðvaldavefur

Skógræktarfólk leitar gjarnan til sérfræðinga Skógræktarinnar með fyrirspurnir um skaðvalda á trjám og runnum. Þeir skaðvaldar sem hér um ræðir eru trjá­sjúkdómar og meindýr. Sjúkdómarnir valda ýmist skemmdum á blöðum, s.s. asparryð, eða á sjálfu trénu, t.d. lerkiáta. Helstu meindýr á trjám eru fiðrilda­lirfur og blaðlýs. Lirfurnar éta blöð en blaðlýsnar sjúga úr þeim næringu. Hér­lendis eru lirfurnar eru mun aðgangsharðari en blaðlýsnar og geta aflaufgað heilu skógana og geta tré drepist í kjölfar slíkra faraldra. Yfirleitt valda blaðlýs litlu tjóni. Undantekning frá því er þó sitkalúsin, sem drepur stundum tré. Önn­ur meindýr á trjágróðri eru einkum ranabjöllulirfur, sem éta rætur, flugulirfur og blaðvespulirfur.

Trjátegundavefur

Gagnlegt er fyrir skógræktarfólk að hafa á einum stað yfirlit um helstu trjá­tegund­ir sem notaðar eru í skógrækt á Íslandi,. Hér er slíkt yfirlit aðgengilegt og skiptist annars vegar  í lauftré og lauftré og hins vegar barrtré. Allar uppl­ýsingar, lagfæringar, viðbætur og jafnvel ljósmyndir af viðkomandi trjátegund­um í íslenskum skógum eða görðum eru vel þegnar. Slíkt má senda á net­fang­ið petur@skogur.is. Á veraldarvefnum má finna mjög gagnlegar viðbótar­upplýsingar um þessar trjátegundir. Nærtækt er að leita fyrst á íslenska Wikipedia-vefnum og á þeim enska en jafnframt má finna sérhæfðari síður með ítarlegri upplýsingum. Hér eru fáeinar sem vert er að nýta sér.

Jólatrjáavefur

Ræktun jólatrjáa er eitt af því sem vonir eru bundnar við að geti styrkt starf­semi skógarbænda um allt land á komandi árum. Telja má vel gerlegt að rækta á Íslandi öll jólatré sem hér eru seld. Margvíslegur hagur væri að því að hætta innflutningi jólatrjáa, bæði fyrir efnahag landsins og umhverfið. Með inn­fluttum jólatrjám geta borist skaðvaldar sem gert geta usla í íslenskri nátt­úru og valdið tjóni í skógrækt. Umtalsverður gjaldeyrir myndi líka sparast með því að rækta öll trén á Íslandi og hagur skógarbænda vænkast. Á jólatrjáa­vefnum má finna dagatal jólatrjáaræktandans þar sem farið er yfir helstu verk­efnin í ræktuninni eftir árstímum. Þar er líka að finna gæðamatskerfi fyrir jóla­tré, upplýsingar um tegundir og fleira.

Fræðsluvefur

Þegar Skógræktin tók til starfa 1. júlí 2016 jókst enn þörfin fyrir fræðsluefni á vefnum skogur.is enda eru nytjaskógræktarverkefni á lögbýlum hluti af hinni nýju stofnun. Á fræðsluvefnum er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um undirbúning og skipulagningu skógræktar, tæki, aðferðir og fleira. Sífellt bæt­ist við þau myndbönd sem Skógræktin hefur látið gera og stefnt er að því að hægt verði að fræðast um öll helstu atriði skógræktar á myndböndum stofnunarinnar áður en langt um líður.

Ráðstefnur

Hér er að finna upplýsingar um ýmsar ráðstefnur sem haldnar hafa verið um skógrækt og skyld efni á Íslandi.