Öryggismál

Öryggismál Skógræktarinnar

Skógræktin vinnur samkvæmt lögum nr 46/1980 um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum.

Öllum starfsmönnum ber skylda til að kynna sér og þekkja ábyrgð sína, þær ráðstafanir sem gera þarf til að tryggja öryggi í starfi og leggja sitt af mörkum til að tryggja framgang öryggismála innan fyrirtækisins.

Yfirumsjón öryggis- og vinnuverndarmála er í höndum sviðstjóra rekstrarsviðs en skógræktarstjóri ber endanlega ábyrgð á öryggismálum starfsmanna.