Viðburðir

13.04.2018 - 14.04.2018 Atburðir

Húsgagnagerð II

Námskeið á Snæfoksstöðum í apríl

Smíðisgripirnir eru húsgögn, verkfæri og fleira, allt úr efniviði sem fellur til við grisjun og umhirðu í skóginum.

Námskeið þetta haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur. Það er framhald námskeiðsins Húsgagnagerð úr skógarefni I sem hefur verið kennt í frá árinu 2009 og notið mikilla vinsælda.

Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem sótt hafa námskeiðið Húsgagnagerð I hjá LbhÍ og hafa kynnt sér viðkomandi tálgutækni, „þurrt í blautt“ samsetningar á kolli, bekk og tréhamri og notað yddara, borvélar, afberkingaráhöld, axir, klippur og sagir við húsgagnagerðina og í skógarvinnu.

Á námskeiðinu:

  • hanna þátttakendur og vinna frummyndir úr greinaefni,
  • er rifjað upp verklag og notkun áhalda frá fyrra námskeiði og byggt ofan á þá reynslu,
  • læra þátttakendur að sækja sér efni í skóg til að útbúa greinahaldara, dýr og húsgögn,  
  • er fjallað um umhirðu og viðargæði trjágróðurs,
  • er fjallað eiginleika og galla einstakra íslenskra viðartegunda,
  • er fjallað um yfirborðsmeðhöndlun, viðarvörn inni og útihúsgagna,
  • er fræðsluefni skoðað sérstaklega hjá netmiðlum og víðar.

Öll verkfæri og efni eru til staðar.  Þátttakendur þurfa að vera í vinnufatnaði á námskeiðinu og taka með fatnað til útiveru. Allir fara heim með afrakstur námskeiðsins.

Kennarar: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktarinnar og verkefnisstjóri Lesið í skóginn og Ólafur G.E.Sæmundsen skógtæknir.

Tími: Fös. 13. apríl, kl. 16:00-19:00 og  lau. 14. apríl, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.

Verð: 29.500 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði)

Skráning til 24. mars.