Viðburðir

04.01.2018 - 31.05.2018 Atburðir

Lesið í skóginn og tálgað í tré

Námskeið fyrir kennaranema við HÍ á vormisseri 2018

Umgengni-og-virding-I Námskeiðslýsing

Að nemendur kynnist hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögð við gerð hluta úr íslensku efni.

Inntak / viðfangsefni

Megináherslan er lögð á verklega þáttinn þar sem nemendur vinna með blautt og þurrt efni úr íslenskum skógum. Kennd verða helstu vinnubrögð í tálgun, bæði með hníf og exi. Einnig verða kennd grundvallaratriði í viðar- og vistfræði og kannað hvernig hægt er að nýta sér form og eiginleika íslenskra viðartegunda. Farið verður í vettvangsferð í skóg í nágrenninu og hugað að efnisöflun og útikennslu í skógi. Kynnt verður skólaverkefnið Lesið í skóginn, samþætt kennsluverkefni um íslenska skóga og nýtingu þeirra.

Nemendur á kjörsviði hönnunar og smíða fá sérstakan undirbúning fyrir kennslu á vettvangi með tilheyrandi verkefnum. Námskeiðið er á formi verklegrar þjálfunar og fyrirlestra.

Hæfniviðmið:

Nemendur eiga að:

  • geta nýtt sér náttúruna sem uppsprettu hugmynda og hönnunar
  • að búa yfir almennri þekkingu um græna vistfræði og sjálfbæra hönnun
  • kunna skil á ólíkum verkfærum efni og tækni er lítur að tálgun og smíði úr blautum við
  • að geta nýtt innihald námskeiðsins með grunnskólanemendum
  • að geta skipulagt skólastarf sem byggir á notkun grendarskógs sem skólaumhverfi.

Lesefni:

Gísli Þorsteinsson, Bjarni Þór Kristjánsson, Guðmundur Magnússon, Ólafur Oddsson og Stefán Bergmann. Skógurinn og nýting hans. Safnrit. Handbók fyrir kennara. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
Ólafur Oddsson: Lesið í skóginn, tálgað í tré. Garðyrkjuskóli ríkisins 2003.
Ljósrit og fagbækur sem tengjast yfirferð annarinnar og verkefnavali nemenda,