Viðburðir

03.01.2018 - 12.04.2018 Atburðir

Fagráðstefna skógræktar 2018 og þemadagur NordGen

„Fræöflun og trjákynbætur“

Fagráðstefna skógræktar 2018 verður haldin í Hofi á Akureyri 11.-12. apríl.

[English]

Hin árlega Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 11. og 12. apríl. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í samstarfi við NordGen Forest, skógarsvið norrænu erfðavísinda­stofnunarinnar, og fyrri dagurinn helgaður fjölgunarefni að verulegu leyti.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fræöflun og trjákynbætur“. Dagskráin fyrri daginn fer fram á ensku en þann seinni á íslensku. Seinni daginn verða flutt margs konar erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd.

Óskað er eftir fyrirlestrum og veggspjöldum á seinni dag ráðstefnunnar (20-30 mín.). Vinsamlegast sækið um fyrir 16. febrúar. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Rakel Jónsdóttur, rakel@skogur.is.

Að neðan eru nánari upplýsingar um skipuleggjendur ráðstefnunnar, skráningu og dagskrá.

Skipuleggjendur Fagráðstefnu skógræktar og þemadags Nordgen

Skráning

Skráning á Fagráðstefnu skógræktar 2018 stendur til 1. mars.

Ráðstefnugögn verða afhent í Hofi 11. apríl. Kl. 8-8.30

Skráning á ráðstefnuna fer fram í tölvupósti til Hraundísar Guðmundsdóttur,  hraundis@skogur.is.

Við skráningu þarf að taka fram:

 • Hvort gist er í eina eða tvær nætur
 • Hvort gist er í eins eða tveggja manna herbergi  (ath. takmarkað framboð af eins manns herbergjum)
 • Á hvaða stofnun og kennitölu reikningur á að fara
 • Hvort viðkomandi hugsar sér að taka þátt í hátíðarkvöldverði á KEA á miðvikudagskvöld
 • Hvort viðkomandi hugsar sér að vera í hádegismat í Hofi báða dagana. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldi

Kostnaður

Ráðstefnugjald kr 3000.-

Ráðstefnugjald fyrir nemendur kr 0.-

 • Gist í tveggja manna herbergi, tvær nætur: 37. 400 kr. (18.700 kr. á mann ef tveir deila herbergi)
 • Gist í tveggja manna herbergi, eina nótt: 18.700 kr. (9350 kr.  á mann ef tveir deila herbergi)
 • Gist í eins manns herbergi, tvær nætur: 32.000 kr.
 • Gist í eins manns herbergi eina nótt: 16.000 kr.
 • Morgunverður er innifalinn í verði gistingar.
 • Hátíðarkvöldverður á KEA:  9.000 kr.

 

Dagskrá í Hofi 11. apríl - þemadagur NordGen (á ensku)

8-8.30 Afhending  ráðstefnugagna

8.30-14.40

 • Gunnar Friis Proschowsky: Trjákynbætur og varðveisla erfðaefnis í Danmörk
 • Øyvind Meland Edvardsen: Meðhöndlun fræs: A) Söfnun og vinnsla köngla. B) Spírunarprófun, geymsla og flokkun fræs
 • Sirkku Pöykkö: A) Kynbætur birkis í Finnlandi. B) Fræframleiðsla Betula pendula í frægörðum innandyra
 • Kjersti Bakkebø Fjellstad: Erfðavarðveisla á Norðurslóðum – staðan og framtíðarsýn
 • Brynjar Skúlason: Kynbætur á fjallaþin til jólatrjáaframleiðslu
 • Þröstur Eysteinsson: Lerkiblendingurinn Hrymur -  fræframleiðslan á Vöglum

15.00 Skoðunarferð í Fræhúsið á Vöglum þar sem lerkiblendingurinn Hrymur er framleiddur

19.30 Hátíðarkvöldverður á Hótel KEA

 

Dagskrá í Hofi 12. apríl (á íslensku)


9-16.00 Ýmis erindi tengd skógrækt á íslensku.

Nánari dagskrá verður birt hér eftir því sem hún mótast.