Viðburðir

16.12.2017, kl.12:00 - 16:00 Atburðir

Jólakötturinn 2017

Árlegur jólamarkaður í Barra

.

Jólakötturinn, jólamarkaðurinn árlegi, sem haldinn er í Barra, Valgerðarstöðum í Fellum, verður haldinn 16. desember frá kl. 12-16.

Þar verða til sölu jólatré og ýmsar skógarafurðir, spennandi jólagjafir, handverk, jarðávextir og ljúffengi hátíðarmaturinn svo nokkuð sé nefnt.

Ljúfir tónar og að vanda ketilkaffi að hætti skógarmanna.

Að markaðnum standa Skógræktin, Barri og Félag skógarbænda á Austurlandi.