Viðburðir

28.02.2017 - 25.03.2017 Atburðir

Lesið í skóginn - ferskviðartálgun

Sjálfbærar viðarnytjar í nágrenni sínu

Endurmenntunarskóli Tækniskólans í Reykjavík efnir til námskeiðs í ferskviðartálgun í febrúar og mars. Kennt verður fjögur þriðjudagskvöld og einn laugardag.

Þátttakendur læra „öruggu hnífsbrögðin“ þar sem báðar hendur eru notaðar við tálgunina í senn og tálgað bæði að og frá líkamanum. Tálgað er með margs konar bitáhöldum, sem þátttakendur læra að umgangast, hirða og brýna. Unnið er með ferskar greinar og bolvið beint úr náttúrunni og efnið valið m.t.t. fjölbreyttra verkefna þar sem form, eiginleikar og gæði trjátegundanna fá að njóta sín. Farið í skóg/garð og lært að snyrta tré og runna. Fjallað um persónulega skapandi hönnun, þurrkaðferðir og yfirborðsmeðhöndlun tálgugripanna. Lögð er áhersla á gerð nytjahluta fyrir heimilið,

s.s. til notkunar í eldhúsi út frá sjálfbærni og náttúrunytjum í nærumhverfinu.

Markmið:
Að þátttakendur öðlist færni í tálgun úr ferskum viði, meðhöndlun tálgugripa og bitáhalda og þekkingu á efnisöflun úr nærumhverfinu.

Tími:

28. febrúar
þriðjudagur
18:00 - 21:00
7. mars
þriðjudagur
18:00 - 21:00
14. mars
þriðjudagur
18:00 - 21:00
21. mars
þriðjudagur
18:00 - 21:00
25. mars
laugardagur
10:00 - 15:00

Alls 17 klukkutímar / 25,5 kennslustundir

Leiðbeinandi: Ólafur Oddsson.
Ólafur er uppeldisráðgjafi að mennt og starfar sem fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og hefur um árabil unnið að skógrækt og skógaruppeldislegum verkefnum og námskeiðshaldi fyrir almenning og í samvinnu við ýmsar menntastofnanir.

Innifalið: Efni og afnot af áhöldum.

Námskeiðsgjald: 48.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 10

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og skrá þig á póstlistann