Viðburðir

Fyrirsagnarlisti

13.02.2017 - 24.03.2017 Atburðir Fagráðstefna skógræktar 2017

50 ára afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá

Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Búast má við að fyrirlesarar verði bæði innlendir og erlendir og þema ráðstefnunnar verður tengt skógræktarrannsóknum fyrr og nú. Lesa meira

28.02.2017 - 25.03.2017 Atburðir Lesið í skóginn - ferskviðartálgun

Sjálfbærar viðarnytjar í nágrenni sínu

Þátttakendur læra „öruggu hnífsbrögðin“ þar sem báðar hendur eru notaðar við tálgunina í senn og tálgað bæði að og frá líkamanum. Tálgað er með margs konar bitáhöldum, sem þátttakendur læra að umgangast, hirða og brýna. Unnið er með ferskar greinar og bolvið beint úr náttúrunni. Lögð er áhersla á gerð nytjahluta fyrir heimilið, s.s. til notkunar í eldhúsi út frá sjálfbærni og náttúrunytjum í nágrenninu. Lesa meira

10.03.2017 - 11.03.2017 Atburðir Húsgagnagerð úr skógarefni I

Námskeið á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda. Nýting grisjunarefnis, eiginleikar viðartegunda og nýting, smíði kolla og bekkja, samsetning á fersku og þurru efni, yfirborðsmeðferð og fúavörn með meiru. Lesa meira

17.03.2017 - 18.03.2017 Atburðir Húsgagnagerð II – unnið úr íslensku skógarefni

Námskeið á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Framhald námskeiðsins Húsgagnagerð úr skógarefni I sem hefur verið kennt í frá árinu 2009 og notið mikilla vinsælda. Lesa meira

31.03.2017 - 01.04.2017 Atburðir Tálgun I - ferskar viðarnytjar  

Námskeið á Reykjum í Ölfusi 31. mars - 1. apríl

Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt frá árinu 2001 og notið mikilla vinsælda. Á námskeiðinu lærir þú öruggu hnífsbrögðin sem auka afköst og öryggi í tálgun með hníf og exi. Lesa meira

28.04.2017 - 30.04.2017 Atburðir Trjáfellingar og grisjun með keðjusög

Námskeið á Hólum í Hjaltadal í apríllok

Bóklegt og verklegt námskeið um notkun keðjusaga. Ætlað byrjendum og lengra komnum. Fellingartækni, öryggisatriði við fellingu trjáa, líkamsbeiting, viðgerðir og viðhald keðjusaga, brýning keðju og fleira. Lesa meira

04.01.2018 - 31.05.2018 Atburðir Lesið í skóginn og tálgað í tré

Námskeið fyrir kennaranema við HÍ á vormisseri 2017

Nemendur kynnast því hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögðin við gerð hluta úr íslensku efni. Lesa meira