Viðburðir

Fyrirsagnarlisti

03.01.2018 - 12.04.2018 Atburðir Fagráðstefna skógræktar 2018 og þemadagur NordGen

„Fræöflun og trjákynbætur“

Hin árlega Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 11. og 12. apríl. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í samstarfi við NordGen Forest, skógarsvið norrænu erfðavísindastofnunarinnar og fyrri dagurinn helgaður fjölgunarefni að verulegu leyti. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fræöflun og trjákynbætur“. Lesa meira

04.01.2018 - 31.05.2018 Atburðir Lesið í skóginn og tálgað í tré

Námskeið fyrir kennaranema við HÍ á vormisseri 2018

Nemendur kynnast því hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögðin við gerð hluta úr íslensku efni. Lesa meira

25.02.2018, kl. 10:00 - 16:00 Atburðir Landsýn - fræðaþing landbúnaðarins

Skráningu lýkur 20. febrúar

Aukið virði landafurða er viðfangsefni Land­sýnar, árlegs fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið verður í Salnum Kópavogi föstudaginn 23. febrúar.

Lesa meira

16.03.2018 - 17.03.2018 Atburðir Húsgagnagerð úr skógarefni I

Námskeið á Snæfoksstöðum í mars

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d  smíðakennurum, almennum kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem fellur til við grisjun. Lesa meira

17.03.2018, kl. 9:00 - 17:00 Atburðir Ræktum okkar eigin ber

Námskeið í Hveragerði í mars

Á námskeiðinu verður farið yfir hverjar séu helstu tegundir berjarunna í ræktun hér á landi. Hvernig skuli staðið að útplöntun þeirra með tilliti til sem mestrar uppskeru (millibil). Lesa meira

17.03.2018, kl. 9:00 - 15:30 Atburðir Trjá- og runnaklippingar

Námskeið í Hveragerði í mars

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Nemendur kynnast helstu vélum og verkfærum sem notuð eru til trjá- og runnaklippinga. Fjallað verður um trjáklippingar og hvernig meta skal ástand trjágróðurs. Einnig er fjallað um almennar runnaklippingar og limgerðisklippingar. Verklegar æfingar í trjáklippingum. Lesa meira

31.03.2018 - 01.04.2018 Atburðir Tálgun I - ferskar viðarnytjar 

Námskeið í Hveragerði mars/apríl

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d. kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, ömmum, öfum og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðarlandinu. Lesa meira

13.04.2018 - 14.04.2018 Atburðir Húsgagnagerð II

Námskeið á Snæfoksstöðum í apríl

Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem sótt hafa námskeiðið Húsgagnagerð I hjá LbhÍ og hafa kynnt sér viðkomandi tálgutækni, „þurrt í blautt“ samsetningar á kolli, bekk og tréhamri og notað yddara, borvélar, afberkingaráhöld, axir, klippur og sagir við húsgagnagerðina og í skógarvinnu. Lesa meira

28.04.2018, kl. 15:30 Atburðir Grænni skógar I

Námskeiðaröð í Hveragerði og á Hvanneyri

Grænni skógar I er skógræktarnám ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum og áhugasömum skógræktendum sem vilja auka þekkingu sína og ná betri árangri í skógrækt. Lesa meira