Starfsreglur jafnréttisnefndar

Starfsreglur jafnréttisnefndar Skógræktarinnar

1. gr. Hlutverk og markmið nefndarinnar

Meginhlutverk jafnréttisnefndar Skógræktarinnar er að stuðla að því að jafnréttis sé gætt í hvívetna.
Nefndin fer sömuleiðis yfir þau markmið og aðgerðir sem settar eru fram í þessari áætlun og framfylgir
þeim.

Starfsvið jafnréttisnefndar nær til jafnréttismála í víðum skilningi sbr 65. gr. stjórnarskrárinnar en þar
segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða,
skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“
Jafnframt starfar nefndin í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.
10/2008.

2. gr. Skipan nefndarinnar

Jafnréttisnefnd Skógræktarinnar er skipuð þremur starfsmönnum. Man nauðsstjóri á þar fast sæti.
Aðra nefndarmenn skipar skógræktarstjóri til þriggja ára í senn, þar af er annar tilnefndur af
starfsmönnum. Gæta skal þess að bæði kyn eigi sæti í nefndinni. Nefndin skiptir sjálf með sér verkum,
þ.e. velur formann og ritara.

3. gr. Vinnulag nefndarinnar

Nefndin heldur a.m.k. tvo fundi yfir árið, í byrjun febrúar og í byrjun september og oftar ef þörf er á.
Formaður boðar til funda með dagskrá. Nefndin getur óskað eftir gögnum sem viðkoma
umfjöllunarefnum hennar og kallað til gesti eftir þörfum. Niðurstöður funda teljast ekki marktækar
nema allir nefndarmenn hafi samþykkt þær. Nefndin kynnir starfsmönnum fundargerðir sínar. Þá fjallar
nefndin um þau mál sem óskað er eftir að hún skoði, s.s. frá starfsmönnum.

Einu sinni á ári stendur nefndin fyrir fræðslufundi um jafnréttisáætlun og jafnréttismál fyrir starfsmenn
stofnunarinnar. Hún fylgir því sömuleiðis eftir að þeir sem ábyrgð bera á framkvæmd
jafnréttisáætlunar sinni verkefnum sínum.

4. gr. Breytingar á starfsreglum

Starfsreglur þessar skulu endurskoðaðar einu sinni á ári, á fyrsta fundi nefndarinnar. Þær skulu hljóta samþykki skógræktarstjóra.

Starfsreglur þessar voru samþykktar á fyrsta fundi jafnréttisnefndar 6. febrúar 2018.