Viðburðir - 50 ára afmæli Mógilsár

Skógardagur var haldinn á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sunnudaginn 20. ágúst 2017 í tilefni af hálfrar aldar afmæli stöðvarinnar. Trjásafnið var opnað formlega, gróðursettar 50 eikur, starfsfólk fræddi gesti um verkefni sín og rannsóknir, í boði var ketilkaffi, lummur og pinnabrauð og veðrið lék við mannskapinn.