Viðburðir

 • Skógardagur var haldinn á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sunnudaginn 20. ágúst 2017 í tilefni af hálfrar aldar afmæli stöðvarinnar. Trjásafnið var opnað formlega, gróðursettar 50 eikur, starfsfólk fræddi gesti um verkefni sín og rannsóknir, í boði var ketilkaffi, lummur og pinnabrauð og veðrið lék við mannskapinn.

  50 ára afmæli Mógilsár (51)
 • Skógardagurinn mikli 2016 var haldinn 25. júní í sól og yfir 20 stiga hita. Hátíðin var vel sótt og þar sýndi m.a. listir sínar norski keðjusagarlistamaðurinn Arne Askeland sem einnig hélt námskeið í greininni daginn fyrir hátíðina. Boðið var upp á kennslu í tálgun, skógarhlaupið var á sínum stað, Íslandsmótið í skógarhöggi, veitingar, skemmtiatriði og fleira og fleira.

  Skógardagurinn mikli 2016 (27)
 • Skógardagur Norðurlands var haldinn í Vaglaskógi laugardaginn 11. júlí 2015 í þokkalegu veðri, norðaustan golu og lítils háttar rigningu af og til. Ætla má að í það minnsta 300 manns hafi sótt viðburðinn. Í boði var gönguferð um trjásafnið, leiðsögn um fræhúsið, ratleikur, útileikir og leiktæki fyrir börnin, lifandi tónlist, grisjunarvél var kynnt og sýnd að störfum, ketilkaffi, lummur, pinnabrauð og fleiri veitingar. Einnig kynntu Sólskógar og Jötunn vélar starfsemi sína og vörur. Allir fóru glaðir og ánægðir heim eftir ánægjulegan dag. Aðstandendur Skógardags Norðurlands voru Skógrækt ríkisins, Norðurlandsskógar, Skógræktarfélög Eyfirðinga og Suður-Þingeyinga, Skógfræðingafélag Íslands, Sólskógar og Jötunn vélar.

  Skógardagur Norðurlands 2015 í Vaglaskógi (36)
 • Skógardagurinn mikli 2015 var haldinn í einmuna blíðu í Hallormsstaðaskógi laugardaginn 20. júní. Þetta var langbesti sumardagurinn til þessa þetta sumarið og aðsóknin eftir því. Fjöldi manns naut veðurblíðunnar og þeirra viðburða sem á dagskránni voru.

  Skógardagurinn mikli 2015 (28)
 • Íslenskt skógræktarfólk hlýddi alþjóðlegu kalli um gróðursetningu trjáplantna á degi jarðar 22. apríl 2015 sem bar upp á síðasta vetrardag í þetta sinn.

  Dagur jarðar 2015 (20)
 • Fagráðstefna skógræktar 2015 (87)
 • Skógardagur Norðurlands 2014 (52)
 • Skógardagurinn mikli 2014 (38)
 • Sigurður skógarvörður kvaddur á Vöglum (36)
 • Fagráðstefna 2014 (94)
 • Gestir á leið á Skógardaginn mikla.

  Skógardagurinn mikli er haldinn hátíðlegur í lok júní ár hvert í Hallormsstaðaskógi. Myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir

  Skógardagurinn mikli 2013 (28)
 • Óskatré framundan: Sýning austfirskra listamanna í Hallormsstaðaskógi.
  Óskatré framundan (22)
 • Í lerkiskógi á Valþjófsstaðanesi.

  Ráðherra umhverfis- og auðlindaráðuneytisins heimsótti Skógrækt ríkisins og Héraðs- og Austurlandsskóga þann 18. september 2012.

  Myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir

  Heimsókn ráðherra, sept. 2012 (27)
 • Skógardagurinn mikli.

  Skógardagurinn mikli er haldinn hátíðlegur í lok júní ár hvert í Hallormsstaðaskógi. Myndir: Myndsmiðjan

  Skógardagurinn mikli 2012 (18)
 • Skógardagurinn mikli 2011

  Skógardagurinn mikli er haldinn hátíðlegur í lok júní ár hvert í Hallormsstaðaskógi. Myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir

  Skógardagurinn mikli 2011 (38)
 • Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað, maí 2011

  Myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir

  Heimsókn Norðmanna á Hallormsstað 26. maí 2011 (22)
 • Reykjanes-1

  Myndir: Aðalsteinn Sigurgeirsson og Edda S. Oddsdóttir

  Fagráðstefna skógræktar 2011 (26)
 • IMG_4187_b

  Skógardagurinn mikli er haldinn hátíðlegur í lok júní ár hvert í Hallormsstaðaskógi. Myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir

  Skógardagurinn mikli 2010 (13)
 • Fjölmenni í Mörkinni.

  Skógardagurinn mikli er haldinn hátíðlegur í lok júní ár hvert í Hallormsstaðaskógi. Myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir

  Skógardagurinn mikli 2009 (15)
 • Flaggað í skóginum.

  Myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir

  Heimsókn norrænna forsætisráðherra, 15. júní 2009 (8)
 • Á leið í Guttormslund.

  Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heimsótti Skógrækt ríkisins þann 11. júní 2009 til að hitta starfsfólk og kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir

  Heimsókn umhverfisráðherra, 11. júní 2009 (14)