Myndasafn - Skógardagurinn mikli 2015

Skógardagurinn mikli 2015 var haldinn í einmuna blíðu í Hallormsstaðaskógi laugardaginn 20. júní. Þetta var langbesti sumardagurinn til þessa þetta sumarið og aðsóknin eftir því. Fjöldi manns naut veðurblíðunnar og þeirra viðburða sem á dagskránni voru.