Myndasafn - Heimsókn umhverfisráðherra í ágúst 2014

 • Þröstur Eysteinsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson segja frá kynbótastarfi Skógræktar ríkisins. Lerkiblendingurinn Hrymur í baksýn

 • Jón Loftsson skógræktarstjóri. Hrymur í bakgrunni

 • Arnór Snorrason lýsir reitakerfinu sem notað er við vinnuna í Íslenskri skógarúttekt

 • Arnór Snorrason, verkefnisstjóri Íslenskrar skógarúttektar, segir frá söfnun grunngagna vegna kolefnisbókhalds íslenskra skóga

 • Bergrún Arna Þorsteinsdóttir kynnir fyrirtækið Holt og heiðar og framleiðsluvörur þess

 • Skógræktar- og ráðuneytisfólk í skóginum á Hafursá

 • Bergrún Arna Þorsteinsdóttir steikir lummur á forláta pönnu yfir eldi

 • Lárus Heiðarsson ræðir um skógarnytjar. Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra fylgjast með

 • Ráðherra smakkar þurrkaða lerkisveppi frá fyrirtækinu Holtum og heiðum. Ketilkaffi í bollanum

 • Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi

 • Fyrirtækið Holt og heiðar kynnti góðgæti úr afurðum skógarins og bauð upp á heitar lummur

 • Þór Þorfinnsson hellir ketilkaffi í bollann hjá Ingveldi Sæmundsdóttur, aðstoðarmanni ráðherra, sem stendur fjær. Í baksýn er Lárus Heiðarsson skógræktarráðunautur

 • Jón Loftsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Ólöf Sigurbjartsdóttir

 • Þór Þorfinnsson skógarvörður segir frá viðarvinnslu á Hallormsstað. Athafnasvæði viðarvinnslunnar í baksýn, sögunarmyllan lengst til hægri

 • Þór Þorfinnsson skógarvörður, Bergrún A. Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður og ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson, við sögunarmylluna á Hallormsstað

 • Í sögunarmyllunni. Þór Þorfinnsson útskýrir hvernig bolur er meðhöndlaður í bandsöginni

 • Fylgst með söguðum plönkum koma úr rammasöginni. Sigurður Ingi, Þór skógarvörður, Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður og Bergrún aðstoðarskógarvörður

 • Ráðherra handleikur nýsagaða lerkiplankana

 • Úr rammasöginni komu þessir líka fallegu lerkiplankar.F.v.: Sigríður Auður Arnardóttir, Jón Geir Pétursson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Ólöf Sigurbjartsdóttir, Jón Loftsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þór Þorfinnsson

 • Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra skógarmála, Þór Þorfinnsson skógarvörður og Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna

 • Þór Þorfinnsson skógarvörður við aldargamalt greni í Mörkinni Hallormsstað

 • Ráðherra býst til að klifra í sverasta tré landsins, rúmlega aldargömlum fjallaþin í Mörkinni Hallormsstað

 • Við eikina ensku í trjásafninu á Hallormsstað. Sú er sögð hafa vaxið sem runni í hálfa öld en tekið að vaxa sem tré með hlýnandi veðri síðustu ár

 • Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra skógarmála, við ensku eikina í Mörkinni á Hallormsstað. Hún er sögð vera af slóðum Hróa hattar í Skírisskógi.