Fréttir

02.09.2009

Þjórsárskóli vinnur í skóginum

  • Þjórsárskóli, haust 2009: stígagerð
    (mynd: Jóhannes H. Sigurðsson)
Þjórsárskóli byrjaði skólaárið á skógardögum í Þjórsárdalsskógi en skólinn hefur verið þátttakandi í verkefninu Lesið í skóginn. Tjaldbúðir voru reistar á tjaldsvæðinu í Sandártungu og síðan farið á hinar ýmsu starfsstöðvar í skóginum til vinnu. Að loknum annasömum degi var eldað, leikið og sett upp kvöldvaka. Allir þátttakendur gistu síðan í tjöldunum. Þótti þetta takast afskaplega vel þrátt fyrir mikla rigningu um kvöldið og nóttina.

Þjórsárskóli, haust 2009: á leiksvæðinu

Þjórsárskóli, haust 2009: tjaldbúðir klárar

Þjórsárskóli, haust 2009: kvöldvaka

(myndir: Jóhannes H. Sigurðsson)banner2