Fréttir

31.08.2009

Ný vefsíða Skógræktarfélags Íslands

  • Skógræktarfélag Ísl. opnar nýja vefsíðu
    (mynd: Skógræktarfélag Ísl.)

Skógræktarfélag Íslands hefur nú opnað nýja vefsíðu. Markmiðið með breytingunum er að gera útlit og umgjörð síðunnar alla einfaldari og þægilegri í notkun. Þótt síðan sjálf sé komin upp er enn verið að vinna í ýmsum viðbótum og uppfærslum á henni, þannig að nýtt efni mun tínast inn á næstunni. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Magnús Gunnarsson, formann Skógræktarfélags Íslands og Ragnhildi Freysteinsdóttur, ritstjóra vefsíðunnar, opna síðuna formlega.
banner4