Fréttir

25.08.2009

Pödduvefur

  • padda

Hingað til hefur aðgangur landsmanna að upplýsingum um pöddur verið lítill. Nú hefur Náttúrufræðistofnun Íslands opnað fyrir aðgang að pistlum stofnunarinnar um pöddur.

Á vefsíðu stofnunarinnar segir: ,,Markmiðið er að koma á framfæri fróðleikspistlum um valdar tegundir smádýra á landi og í vötnum hér á landi. Um er að ræða smádýr af fylkingum liðdýra, lindýra og liðorma sem fólk gjarnan kallar pöddur í daglegu tali. Lagt verður upp í vegferðina með pistla um 80 tegundir af ýmsu tagi, þ.e. skordýr, áttfætlur, snigla og ánamaðka. Nýir pistlar munu svo bætast við reglulega."

Hér má finna pöddupistla Náttúrufræðistofnunar
banner2