Fréttir

02.07.2010

Skógurinn í Þórsmörk blómlegur þrátt fyrir ösku

  • frett_02072010_8

Mikil gróska er í þjóðskóginum í Þórsmörk og Goðalandi þessar vikurnar. Undirgróður er kröftugur og blómgun óvenju snemma á ferðinni, á aurunum utan við Húsadal setja baunagras breiður sérstakan svip á sandana og eru óvenju áberandi í öskunni. 3-4 cm öskulag er algengt í skóginum og fer það þykknandi í skjóli skóganna en suma daga fýkur aska af nærliggjandi fjöllum yfir skóginn og sest í skógarbotninn. Það vekur athygli að gróður brýst upp úr öskunni og smáplöntur af birki sem varla standa upp úr öskunni hafa vaxið marga cm í sumar. Þetta sýnir að skógar og skógargróður þola öskugos ágætlega.

frett_02072010_1

frett_02072010_2

frett_02072010_3

frett_02072010_4

frett_02072010_5

frett_02072010_6

frett_02072010_7

frett_02072010_9

Texti og myndir: Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi
banner1