Fréttir

19.08.2009

Líforka á Hallormsstað

  • Aasulv Lovdal
    Frá ráðsetefnu um líforku sem haldin var á Hallormsstað í ágúst 2009. (mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Nú stendur ráðstefnan The PELLETime symposium 2009 yfir á Hallormsstað. PELLETime-verkefnið er á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins (NPP). Auk Íslendinga taka stofnanir í Skotlandi, Svíþjóð og Finnlandi þátt en Finnar leiða verkefnið.Héraðs- og Austurlandsskógar, ásamt Skógrækt ríkisins, eru þátttakendur Íslands í verkefninu og standa fyrir ráðstefnunni sem hófst í gær og lýkur á morgun. Á ráðstefnunni er fjallað um líforku út frá ýmsum sjónarhornum og hvernig mögulegt sé að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan hátt.

Fjölbreytt erindi verða flutt á ráðstefnunni og koma fyrirlesararnir úr ýmsum áttum. Einn þeirra er Aasulv Løvdal, starfsmaður skógareigenda í Suðaustur-Noregi. Hann tók þátt í ráðstefnunni til að deila fjölbreyttri reynslu sinni, en auk þess að hafa starfað innan skógar- og líforkugeirans þekkir Aasulv vel til iðnaðrins. Eitt þeirra verkefna sem Aasulv þekkir vel til er að koma á fót kurlkyndistöðvum eins og þeirri sem nú er unnið að á Hallormsstað. Hann fundaði því á dögunum með Orkuskógum hf sem standa fyrir byggingu kyndistöðvarinnar á Hallormsstað. „Við í Noregi eru vön því að hafa alltaf haft ódýrt rafmagn og aðgengi að olíu, svo þessi kyndingarlausn hefur ekki verið mikið notuð hingað til," segir Aasulv. Hann telur að nýir tímar kalli hins vegar á að kyndistöð sem þessar sé vænlegur kostur þar sem aðstæður eru líkar þeim á Hallormsstað.

Frekari upplýsingar um PELLETime má finna á vefsíðu verkefnisins.
banner1