Fréttir

29.03.2007

Nýjasti þjóðskógurinn

Skógrækt ríkisins eignaðist nýverið Ormsstaði í Breiðdal, að frátöldum húsum og túnum. Jörðin er 925 ha að flatarmáli og nær nánast frá fjöru til fjalls skammt innan við Breiðdalsvík.  Jörðin er gjöf samkvæmt erfðaskrá Sigríðar Brynjólfsdóttur, og sýnir hug hennar til skógræktar og mikinn höfðingskap.

Jörðin er skóglaus, en í brekkurótinni er lágvaxið birki á strjálingi. Að mestu saman stendur gróðurinn þó af rýrum mosamóum og melum.  Landið mun því njóta mjög góðs af skógrækt.  Skógarreitir í nágrenni Ormsstaða benda þó til þess að þarna megi rækta ágæta skóga, t.d. með alaskaösp, sitkagreni og stafafuru auk þess sem birkið mun eflaust hækka svolítið við friðun.  Markmiðið verður að rækta þarna fjölbreyttan og fallegan þjóðskóg sem bætir landgæði, bindur kolefni og verður aðlaðandi til útivistar.
banner1