Fréttir

15.01.2007

Kona í fyrsta sinn skógræktarstjóri Bandaríkjanna

Gail Kimbell, skógfræðingur frá Montanaríki, var s.l. föstudag skipuð í embætti yfirmanns (skógræktarstjóra) Skógarþjónustu Bandaríkjanna (U.S. Forest Service). Er hún 16. skógræktarstjórinn í sögu BNA og fyrsta konan til að gegna því embætti. Undanfarin ár hefur Kimbell haft umsjón með þjóðskógum í ríkjunum Idaho, Montana, Suður-Dakota og Norður-Dakota. Sem æðsti yfirmaður skógarþjónustu BNA ber hún ábyrgð á 155 skóglendum í eigu alríkisstjórnarinnar. Hjá Skógarþjónustu BNA starfa um þessar mundir 30 þúsund manna og veltir stofnunin árlega 284 milljörðum íslenskra króna (4 milljarðar USD), sem er upphæð sem samsvarar 80% af fjárlögum íslenska ríkisins.

Árið 2003 átti Gail Kimbell ríkan þátt í því að móta og útfæra stefnu bandarískra stjórnvalda um hvernig bregðast skyldi við aukinni eldhættu af gömlum, feysknum skógum (hið svokallaða „Healthy forests initiative“).

Sjá nánar:

Montana Woman to Head Forest Service (The Guardian, 12/1 2007)


U.S. Forest Service

http://www.fs.fed.us/


Healthy Forests Initiative

http://www.fs.fed.us/projects/hfi/
banner3