Fréttir

11.01.2007

Eldiviðarráðstefnan á Hallormsstað 2006

Bæklingur um NorthernWoodHeat ráðstefnuna á Hallormsstað 2006 er kominn út.  Um er að ræða bækling sem inniheldur útdrætti fyrirlestra sem haldnir voru á ráðstefnunni auk geisladisks með sjálfum framsögunum.  Alls sóttu rúmlega 60 manns ráðstefnuna. S.r. á Hallormsstað, Héraðsskógar og Skógráð ehf höfðu veg og vanda af ráðstefnunni, en hún tengdist tveimur alþjóðlegum verkefnum (SNS og NPP) sem styrkt eru af norrænu ráðherranefndinni annars vegar og Evrópusambandinu hins vegar. 

Alls tók 21 ræðumaður til máls og komu þeir frá 7 löndum.  Í grófum dráttum má segja að  framsögurnar hafi snúist um skógrækt með hliðsjón af orkumálum og kolefnisbindingu.  Áberandi var hversu stóran þátt skógtæknifræðingar áttu og meðal annars fjölluðu fyrirlestrar finnsku skógrannsóknarstöðvarinnar METLA  um “íslensku eldiviðar-útvegunar-keðjuna” þar sem farið var í saumana á tækni, aðferðum og hagkvæmni varðandi skógarhögg og viðarnýtingu með hliðsjón af orkuöflun hérlendis. 

Hægt er að niðurhala bæklingnum og fyrirlestrunum hér eða hafa samband við Freyju á Héraðsskógum í síma 471 2184 og fá disk sendan í pósti.
banner3