Fréttir

05.01.2007

Hægt að telja trén utan úr geimnum

Þeir sem hafa skoðað Google Earth vefsíðuna nýverið hafa e.t.v. orðið varir við að sífellt er verið að uppfæra gerfitunglamyndirnar af plánetunni okkar góðu.  Sé Ísland skoðað sérstaklega má sjá nokkra nýja myndramma á vestanverðu landinu þar sem gæðin eru önnur og mun betri en á eldri myndum af landinu.

Myndin sem hér fylgir sýnir Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og skóginn þar í kring og í Esjuhlíðum.  Myndgæðin utan úr geimnum eru orðin svo góð að hægt er að telja trén!  Myndin var tekin í nóvember s.l. og er því svolítið vetrarleg.  Sígrænu trén sjást mjög greinilega en lauftrén ekki eins vel á þessum árstíma.  Einnig má sjá að þjóðskógurinn við Mógilsá, sem virðist nokkuð samfelldur frá sjónarhornum á jörðu niðri, er það í raun ekki en alsettur stærri og smærri rjóðrum og fellur vel að landinu.banner2