Fréttir

05.01.2007

Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur hættir á Mógilsá

Um áramótin hætti Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og tók við starfi sem rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Guðmundur hóf störf hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins árið 1990 og hefur á síðustu árum verið staðgengill forstöðumanns. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum á sviði vistfræði skóga og skaðvöldum í skógum og birt fjölda greina um þau efni.

Skógrækt ríkisins óskar Guðmundi velfarnaðar í nýju starfi og þakkar honum góð störf í gegn um árin.
banner3