Fréttir

28.06.2010

Tálgað í tilefni af afmæli Heiðmerkur

  • frett_28062010_1
    Mynd: Ólafur Oddsson
Í vikunni sem leið fór fram tálgunámskeið fyrir börn og fullorðna í tilefni af 60 ára afmæli skógræktar í Heiðmörk. Námskeiðið var auglýst í kynningarriti Skógræktarfélags Reykjavíkur af þessu tilefni ásamt fjölda annarra viðburða. Námskeiðið fór fram á tveimur kvöldum, fylltist á skömmum tíma og eru fjöldi manns á biðlista eftir nýju námskeiði. Þátttaka var takmörkuð til að tryggja gæði, öryggi og sköpunarnæði. Mæður mættu með börn sín, amma með dótturson sinn, auk áhugasams ungs fólks sem mætti á kynningu Lesið í skóginn á handverksdögum félagsins í vor. Kynslóðirnar tálguðu, fóru í skógarferð og bökuðu skógarpizzu yfir grillkolum. Sumarstemmningin var afar góð á þessum miðsumarskvöldum sem námskeiðið fór fram og nutu þátttakendur dýrðarinnar til fullnustu.

frett_28062010_2

frett_28062010_3

frett_28062010_4

frett_28062010_5

frett_28062010_6

frett_28062010_7

frett_28062010_8

frett_28062010_9

Myndir og texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og leiðbeinandi á námskeiðinu
banner2