Fréttir

20.07.2009

Alþjóðleg ráðstefnu um líforku

  • HlyngrL

Dagana 18. - 20. ágúst nk. fer fram alþjóðleg ráðstefnu um líforku, PELLETime symposium 2009, á Hallormsstað. 
Ráðstefnan er hluti af PELLETimeverkefninu sem Héraðs-og Austurlandsskógar ásamt Skógrækt ríkisins á Austurlandi taka þátt í á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins (NPP).  Auk þessara aðila á Íslandi taka stofnanir í Skotlandi, Svíþjóð og Finnlandi þátt, Finnar leiða verkefnið.

Ráðstefnan fjallar um líforku, timbur og skyld efni og hvernig við getum nýtt okkar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt.  Ráðstefnan mun fara fram á ensku, en fyrirlesarar eru m.a. frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Svíðþjóð.

Ráðstefnan fer fram á Hallormsstað á Fljótsdalshéraði og hefst á hádegi þann 18. ágúst.  Ráðstefnugjöld eru kr. 5.000 og innifalið í því er ráðstefnan, tveir kvöldverðir og skoðunarferð þann 20. ágúst. Yfirlit yfir þá fyrirlestra sem verða má finna á vefsíðu Héraðsskóga.

Óskað er eftir að skráningar berist á netfangið; skogar@heradsskogar.is fyrir 10. ágúst nk.  Einnig er hægt að fá frekar upplýsingar ef óskað er með því að senda póst á fyrrnefnt netfang eða hringja í 471-2184 (Ólöf) eftir 3. ágúst. Með skráningunni þarf að fylgja upplýsingar um komutíma og á hvern á að stíla reikninginn vegna ráðstefnugjaldanna. Væntanlegum þátttakendum er bent á gistimöguleika á Hallormsstað sem finna má finna á vefsíðu Grá hundsins eða í síma 471-2400.
banner2